Talaði um krabbameinið sem félagann sem fylgdi honum

„Hann er einhvern veginn alltaf með mér,“ sagði Sif Atladóttir, leikmaður íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, í Dætrum Íslands, vefþætti mbl.is sem fram­leidd­ur er af Studio M.

Sif, sem er 36 ára gömul, er dóttir Atla Eðvaldssonar, fyrrverandi fyrirliða og þjálfara íslenska karlalandsliðsins, en Atli lést í september 2019 eftir baráttu við krabbamein.

„Hann bjó hjá okkur í eitt ár undir sínum kringumstæðum. Hann talaði aldrei um veikindi, hann talaði bara um félagann sem fylgdi honum, sem var mjög lýsandi fyrir hann.

Hann er með okkur í öllu sem við gerum og við pössum okkur á því að tala mikið um hann,“ sagði Sif meðal annars.

Sif er í nærmynd í sjötta þætti af Dætrum Íslands en hægt er að horfa á þáttinn í heild sinni með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.

mbl.is

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin

LEIKIR Í DAG - 18. APRÍL

Útsláttarkeppnin