Yfirgefur Breiðholtið

Dagur Austmann Hilmarsson, fyrir miðju.
Dagur Austmann Hilmarsson, fyrir miðju. mbl.is/Arnþór Birkisson

Knattspyrnumaðurinn Dagur Austmann Hilmarsson hefur yfirgefið Leikni úr Reykjavík eftir þrjú ár í herbúðum félagsins.

Þetta tilkynnti félagið á heimasíðu sinni í dag en Dagur, sem er  24 ára gamall, er uppalinn hjá Stjörnunni í Garðabæ.

Alls á hann að baki 50 leiki í efstu deild með Leiknismönnum en hann hefur einnig leikið með Stjörnunni, Aftureldingu, ÍBV og Þrótti úr Reykjavík á ferlinum.

Þessi gæðadrengur spilaði í öllum varnarstöðum fyrir félagið og átti stóran þátt í því að koma liðinu í efstu deild sumarið 2020 og halda því þar sumarið á eftir,“ segir meðal annars í tilkynningu Leiknismanna.

Leiknir féll úr efstu deild í sumar og leikur því í 1. deildinni á komandi keppnistímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert