Frá Vestmannaeyjum í HK

Atli Hrafn Andrason í leik með ÍBV gegn Fram í …
Atli Hrafn Andrason í leik með ÍBV gegn Fram í haust. mbl.is/Óttar Geirsson

Knattspyrnumaðurinn Atli Hrafn Andrason gekk í dag til liðs við HK og skrifaði undir samning við Kópavogsfélagið til tveggja ára.

Atli Hrafn er 23 ára gamall kantmaður sem hefur leikið með ÍBV undanfarin tvö tímabil. Hann hjálpaði liðinu upp í úrvalsdeildina árið 2021 og lék síðan með liðinu þar á þessu ári. Hann spilaði 21 leik með liðinu í deildinni og skoraði eitt mark.

Hann er uppalinn hjá KR og spilaði kornungur fimm úrvalsdeildarleiki með liðinu en fór þaðan til enska félagsins Fulham árið 2016 og lék þar með unglinga- og varaliðum.

Atli kom til Víkings 2018 og lék 36 úrvalsdeildarleiki með liðinu en gekk síðan til liðs við Breiðablik á miðju tímabili 2020 og spilaði fimm leiki í deildinni.

Atli á að baki 23 leiki með yngri landsliðum Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert