Rússneskur markvörður í Kórdrengi

Guðmann Þórisson fyrirliði Kórdrengja í leik gegn Þór.
Guðmann Þórisson fyrirliði Kórdrengja í leik gegn Þór. Ljósmynd/Þórir Tryggvason

Nikita Chagrov, markvörður sem hefur leikið í rússnesku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, er genginn til liðs við fyrstudeildarlið Kórdrengja.

Chagrov er 27 ára gamall og samdi við Kórdrengi í vor eftir að lokað hafði verið fyrir félagaskiptin en er nú kominn með leikheimild.

Hann er uppalinn hjá Torpedo í Moskvu og var um skeið varamarkvörður Rostov í úrvalsdeildinni og spilaði einn leik með Tambov í deildinni tímabilið 2020-21 en lék þar á milli í B- og C-deildunum í heimalandi sínu.

Kórdrengir leika sitt annað ár í 1. deild en þeir eru þar í áttunda sæti eftir átta umferðir og eru komnir í átta liða úrslit bikarkeppninnar í fyrsta skipti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert