KR mætir í Víkina - Nágrannaslagur í Kópavogi

Víkingar fögnuðu sigri í bikarkeppninni síðasta haust.
Víkingar fögnuðu sigri í bikarkeppninni síðasta haust. Ljósmynd/Óttar Geirsson

Dregið var til átta liða úrslitanna í bikarkeppni karla í knattspyrnu, Mjólkurbikarnum, nú í hádeginu.

Íslands- og bikarmeistarar Víkings mæta KR á Víkingsvelli.

KA mætir 2. deildarliði Ægis úr Þorlákshöfn á Akureyri.

HK, sem leikur í 1. deild, mætir Breiðabliki í sannkölluðum nágrannaslag í Kórnum.

Kórdrengir sem lelka í 1. deild mæta FH í Safamýrinni.

Leikirnir fara fram dagana 10. og 11. ágúst en undanúrslitin eru síðan leikin 31. ágúst og 1. september og úrslitaleikur keppninnar fer fram á Laugardalsvellinum 1. október. Liðin sem ná langt í Evrópukeppni gætu þó leikið á sunnudeginum um verslunarmannahelgina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert