Kristall sendi Víkinga áfram

Viktor Örlygur Andrason með boltann í leiknum í kvöld.
Viktor Örlygur Andrason með boltann í leiknum í kvöld. mbl.is/Hákon Pálsson

Vík­ing­ur úr Reykja­vík vann nauman 1:0 sigur gegn In­ter d'Escaldes frá Andorra í úr­slita­leik for­keppni Meist­ara­deild­ar Evr­ópu í knatt­spyrnu karla á Vík­ings­velli í kvöld.

Með sigrinum trygg­ði Víkingur sér sæti í 1. um­ferð undan­keppni Meist­ara­deild­ar­inn­ar og mæt­ir þar Svíþjóðar­meist­ur­um Mal­mö.

Sigurmark leiksins skoraði Kristall Máni Ingason.

Fyrri hálfleikurinn var Víkingum erfiður. Lítið var um góð færi og flestar sóknir þeirra enduðu með erfiðum háum boltum fyrir. Inter d'Escaldes átti tvö bestu færi fyrri hálfleiksins. Sachsa Andreu fékk boltann þvert fyrir fætur sínar á 34. mínútu tveimur metrum frá markinu en skot hans fór rétt framhjá. Ahmed Belhadji fékk svo einnig dauðafæri á 37. mínútu þegar hann fékk háa sendingu fyrir og skallaði boltann en beint í fangið á Þórði Ingasyni. Eftir þetta færi tók Víkingur stjórn á leiknum en náði ekki að skapa sér færi og hálfleikstölur voru því 0:0. 

Seinni hálfleikurinn byrjaði á svipuðum nótum og það var ekki fyrr en Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, fór að gera breytingar þegar að hlutirnir fóru að lagast. Karl Friðleifur Gunnarsson og Logi Tómasson komu fyrst inn á og þá sá maður breytingu á leik Víkinga. Það voru svo Birnir Snær Ingason og Ari Sigurpálsson sem breyttu leik Víkinga enn frekar. Kristall Máni kom Víking yfir með skalla á 68. mínútu eftir flotta fyrirgjöf frá Karli Friðleifi, 1:0 og Víkingar loksins búnir að brjóta ísinn. 

Nikolaj Hansen fékk tvö svipuð færi eitt fyrir markið og eitt eftir markið en í bæði skipti fóru pot hans í boltann rétt framhjá. 

Fleiri urðu mörkin ekki og við stóð 1:0 fyrir Víking sem fer því áfram í 1. umferð undankeppni Meistaradeildarinnar. 

Víkingur R. 1:0 Inter d'Escaldes opna loka
90. mín. Adrian Gallego Arias (Inter d'Escaldes) á skot framhjá 90 + 5. Skot utan að teig en lengst framhjá.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert