Danskur markahrókur í Leikni

Leikmennirnir þrír eru mættir í Breiðholtið.
Leikmennirnir þrír eru mættir í Breiðholtið. Ljósmynd/Leiknir

Knattspyrnudeild Leiknis úr Reykjavík hefur gengið frá samningum við tvo danska leikmenn og framlengt samninginn við lykilmanninn Brynjar Hlöðversson.

Danirnir tveir, Mikkel Dahl og Mikkel Jakobsen, koma báðir til Leiknis úr færeyska fótboltanum.

Dahl, sem er framherji, kemur til Leiknis frá HB þar sem hann fór á kostum og skoraði 41 mark í 38 leikjum. Jakobsen er kantmaður sem spilaði á sínum tíma fyrir U16 ára landslið Danmerkur.

Brynjar er uppalinn hjá Leikni og hefur leikið yfir 300 mótsleiki með liðinu. Hann átti sinn þátt í að Leiknir hélt sér uppi í efstu deild á síðustu leiktíð er hann lék 20 leiki í hjarta varnarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert