Keflvíkingar samþykktu tilboðið

Davíð Snær Jóhannsson í leik með Keflavík gegn Val síðasta …
Davíð Snær Jóhannsson í leik með Keflavík gegn Val síðasta sumar. Ljósmynd/Kristinn Steinn

Keflvíkingar hafa staðfest að þeir hafi samþykkt tilboð ítalska knattspyrnufélagsins Lecce í miðjumanninn unga Davíð Snæ Jóhannsson.

Þreifingar ítalska liðsins um að fá Davíð hafa staðið yfir frá síðasta sumri þegar Keflvíkingar höfnuðu tilboði í hann.

Davíð er 19 ára gamall en hefur þó verið fastamaður í liði Keflvíkinga frá árinu 2018 og leikið 67 leiki með þeim í tveimur efstu deildunum. Hann á að baki 40 leiki með yngri landsliðum Íslands.

Lecce er í fimmta sæti ítölsku B-deildarinnar og í hörðum slag um sæti í A-deildinni. Landsliðsmaðurinn Þórir Jóhann Helgason leikur með liðinu en hann kom þangað frá FH síðasta sumar.

Uppfært:
Lecce hefur staðfest að Davíð Snær sé búinn að skrifa undir samning og sé orðinn leikmaður félagsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert