Stálheppnar Valskonur

Ásdís Karen Halldórsdóttir leikmaður Vals með boltann í leiknum í …
Ásdís Karen Halldórsdóttir leikmaður Vals með boltann í leiknum í gær. mbl.is/Árni Sæberg

Þeir spádómar að Valur og Breiðablik yrðu áfram í sérflokki í kvennafótboltanum á komandi sumri virðast geta alveg átt við gild rök að styðjast. En ólíkt höfðust liðin að í fyrstu umferðinni.

Blikar voru með flugeldasýningu gegn Fylki í fyrrakvöld en Valskonur máttu þakka fyrir að halda fengnum hlut og sigra Stjörnuna 2:1 á Hlíðarenda í gærkvöld.

*Ída Marín Hermannsdóttir, sem fyllir skarð Hlínar Eiríksdóttur í byrjunarliði Vals, skoraði fyrra markið gegn Stjörnunni og Akureyringurinn Anna Rakel Pétursdóttir sem hefur leikið í Svíþjóð undanfarin tvö ár bætti við marki með skoti af 30 metra færi.

*Hildigunnur Ýr Benediktsdóttir, sem skoraði sex mörk fyrir Stjörnuna sextán ára gömul sumarið 2019 en náði ekki að skora í fyrra, kom Garðabæjarliðinu inn í leikinn með marki á 77. mínútu.

Stjarnan fékk tvö ágæt færi undir lokin og Garðbæingar heimtuðu vítaspyrnu í uppbótartímunum. „Valskonur voru stálheppnar gegn spræku Stjörnuliði,“ sagði Bjarni Helgason í lýsingu á mbl.is.

Umfjöllun um leiki gærkvöldsins ásamt M-gjöfinni, einkunnagjöf Morgunblaðsins, er að finna í Morgunblaðinu sem kom út í morgun. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert