Finnur kemur heim í KR

Finnur Tómas Pálmason.
Finnur Tómas Pálmason. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Finnur Tómas Pálmason mun leika með KR á Íslandsmótinu í knattspyrnu í sumar eftir allt saman og stoppar stutt í Norrköping í Svíþjóð. 

Finnur hélt til Svíþjóðar í janúar eftir að hafa leikið tvö keppnistímabil með KR í úrvalsdeildinni. Finnur kemur til landsins í dag en Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR, staðfesti þetta við mbl.is. 

Finnur er tvítugur að aldri og hefur lítið komið við sögu hjá Norrköping. Hann er samningsbundinn sænska félaginu til ársins 2024 og er lánaður til KR út keppnistímabilið. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert