Breiðablik kaupir ungan Haukamann

Arnar Númi Gíslason er orðinn leikmaður Breiðabliks.
Arnar Númi Gíslason er orðinn leikmaður Breiðabliks. Ljósmynd/Blikar.is

Unglingalandsliðsmaðurinn Arnar Númi Gíslason er genginn í raðir Breiðabliks frá Haukum. Arnar Númi er fæddur árið 2004 og er sóknarsinnaður leikmaður. 

Arnar Númi hefur þrátt fyrir ungan aldur leikið fjóra leiki með meistaraflokki Hauka, en hann á einnig fjóra leiki að baki með U17 ára landsliði Íslands. 

„Breiðablik þakkar Knattspyrnudeild Hauka fyrir góð samskipti og fagleg vinnubrögð í kringum félagaskiptin. Blikar bera mikla virðingu fyrir því öfluga og góða starfi sem unnið er hjá Haukum,“ segir í yfirlýsingu Breiðabliks. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert