Tvær tvennur í sannfærandi sigri Selfoss

Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir úr Stjörnunni og Hólmfríður Magnúsdóttir, Selfossi, eigast …
Katrín Ósk Sveinbjörnsdóttir úr Stjörnunni og Hólmfríður Magnúsdóttir, Selfossi, eigast við í kvöld. mbl.is/Arnþór

Selfoss vann öruggan 4:1-sigur á Stjörnunni er liðin mættust í 4. umferð Pepsi Max-deildar kvenna í fótbolta í kvöld. Selfoss var miklu sterkari aðilinn en staðan í hálfleik var 3:0. 

Jafnræði var með liðunum framan af en um leið og Stjarnan fékk víti á 16. mínútu fyrir hendi á Ingibjörgu Lúcíu Ragnarsdóttur var ekki að spyrja að leikslokum. Dagný Brynjarsdóttir tók vítið og skoraði af öryggi stit fyrsta mark í deildinni í sumar.

Gestirnir voru ekki hættir því Magdalena Anna Reimus bætti við öðru marki á 25. mínútu er hún kláraði vel eftir undirbúning Tiffany McCarty eftir varnarmistök. Aðeins þremur mínútum síðar bætti Dagný við sínu öðru marki með skalla af stuttu færi, aftur eftir undirbúning McCarty.

Stjarnan var líklegri til að bæta við mörkum en Stjarnan að minnka muninn, en fleiri urðu mörkin ekki í seinni hálfleik og Stjörnukonur með 3:0-forskot í hálfleik.

Selfoss bætti við fjórða markinu á 64. mínútu. McCarty stakk boltanum inn á Magdalenu sem gerði vel í að klára ein gegn Birtu í marki Stjörnunnar. Snædís María Jörundsdóttir skoraði sárabótarmark fyrir Stjörnuna undir lokin, en sigur Selfoss var afar öruggur. 

Stjarnan 1:4 Selfoss opna loka
90. mín. Það verða að minnsta kosti þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert