1.950 keppendur — nýtt met

mbl.is/Þorgeir Baldursson

1.950 strákar á aldrinum 11-12 ára eru skráðir til leiks á N1 mótinu í 5. flokki karla sem hófst á Akureyri í dag og er um metfjölda að ræða. Liðin eru 212 talsins og alls verða spilaðir 1.060 fótboltaleikir á fjórum dögum, að sögn Ágústs Stefánssonar sem er í mótsstjórn.

Erlend fótboltafélög hafa boðið komu sína á mótið til þess að sjá hvernig það fer fram og hvernig strákarnir standa sig. 

mbl.is/Þorgeir Baldursson

„Búnir að taka þetta föstum tökum

Gripið hefur verið til viðeigandi sóttvarnarráðstafana vegna kórónuveirunnar en þar má nefna að dagskrá leikja er þéttari til þess að minnka umgang á svæðinu. Spurður hvort aldrei hafi verið útlit fyrir að aflýsa þyrfti mótinu vegna veirunnar segir Ágúst:

„Þegar COVID fór af stað í mars og apríl vorum við vissulega mjög hræddir eins og knattspyrnuhreyfingin í heild sinni. Síðan þetta fór að dala þá höfum við unnið mjög mikið með yfirvöldum upp á viðbrögð svo við erum búnir að taka þetta föstum tökum.“

mbl.is/Þorgeir Baldursson

Ágúst segir að fyrsti dagur mótsins hafi gengið virkilega vel og veðrið leikið við keppendur, áhorfendur og aðra. 

Leikirnir eru sýndir beint á Youtube-rás KA TV

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert