Tveir ungir Blikar lánaðir til Suðurnesja

Stefán Ingi Sigurðarson skorar gegn Keflavík í síðustu viku.
Stefán Ingi Sigurðarson skorar gegn Keflavík í síðustu viku. mbl.is/Kristinn Magnússon

Knattspyrnumennirnir ungu Stefán Ingi Sigurðarson og Ólafur Guðmundsson hafa verið lánaðir frá Breiðabliki til félaga á Suðunesjunum. Stefán er kominn til Grindavíkur og Ólafur til Keflavíkur. 

Stefán fagnaði nítján ára afmæli sínu í janúar en hann er stór og stæðilegur framherji. Á Stefán leiki með U16 og U17 ára landsliðunum. Lék hann með Breiðabliki gegn Keflavík í Mjólkurbikarnum á dögunum og skoraði fyrsta mark Breiðabliks í 3:2-sigri. Stefán lék með Augnabliki á síðustu leiktíð og skoraði þrjú mörk í fjórum leikjum í 3. deild. 

Ólafur varð átján ára mars og getur hann leyst af stöður í vörninni og á miðjunni. Ólafur lék einn leik með Augnabliki á síðustu leiktíð. Hefur hann leikið með U17 og U18 ára landsliðum Íslands. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert