Aftur í Stjörnuna tólf árum síðar

Guðjón Pétur Lýðsson er kominn á lán til Stjörnunnar.
Guðjón Pétur Lýðsson er kominn á lán til Stjörnunnar. mbl.is/Haraldur Jónasson/Hari

Knattspyrnumaðurinn Guðjón Pétur Lýðsson hefur verið lánaður frá Breiðabliki til Stjörnunnar. Hefur Guðjón komið við sögu í öllum þremur deildarleikjum Breiðabliks í sumar, en eini byrjunarliðsleikurinn kom gegn Fylki í 2. umferð. 

Guðjón hefur lengi verið einn besti miðjumaður efstu deildar en hann hefur alls leikið 203 leiki í deildinni og skorað í þeim 45 mörk. Hefur hann leikið með Haukum, Breiðabliki og Val í deild þeirra bestu.

Guðjón hefur áður leikið með Stjörnunni en hann lék þrettán leiki með liðinu árin 2007 og 2008 er Stjarnan var í 1. deild. Guðjón hefur alls leikið 260 deildaleiki á ferlinum og skorað í þeim 54 mörk, en hann gerði eitt mark í 21 leik með Breiðabliki í úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert