Í Laugardalnum 26. mars?

Gylfi Þór Sigurðsson tekur vítaspyrnu gegn Andorra en markvörðurinn náði …
Gylfi Þór Sigurðsson tekur vítaspyrnu gegn Andorra en markvörðurinn náði að verja. mbl.is/Hari

Kristinn Jóhannsson, vallarstjóri Laugardalsvallar, virðist eiga fyrir höndum afar krefjandi verkefni í vetur: Gera völlinn kláran fyrir umspilsleik 26. mars 2020 og mögulega annan fimm dögum síðar.

Eftir úrslit gærkvöldsins þar sem Kaan Ayhan gerði vonir Íslands um að komast beint á EM karla í fótbolta afskaplega litlar með því að jafna fyrir Tyrki gegn Frökkum, 1:1, á Stade de France á 82. mínútu, virðist umspilið, sem byggist á útkomu Þjóðadeildarinnar, ætla að verða hlutskipti íslenska landsliðsins í baráttu sinni um að komast í lokakeppni EM 2020.

Vissulega er möguleikinn á öðru sæti í H-riðli enn fyrir hendi. En nú eru Tyrkir og Frakkar með fjögurra stiga forskot á Íslendinga þegar tvær umferðir eru eftir. Það þýðir að Ísland þarf að sigra Tyrkland í Istanbúl 14. nóvember og treysta síðan á að Andorra taki stig af Tyrkjum í Pýreneafjöllunum þremur dögum síðar. Um leið þarf Ísland að sigra Moldóvu í Chisinau.

Nú, eða Ísland vinni báða leikina og Frakkar fái bara eitt stig úr sínum leikjum gegn Albaníu og Moldóvu. Og þá eru nú vangavelturnar orðnar ærið langsóttar!

Þjóðadeildar-umspilið margumrædda er semsagt langlíklegasti kosturinn eins og staðan er eftir leiki gærkvöldsins. Þetta umspil þótti flókið í byrjun, og þykir kannski enn, en nú er myndin í kringum það farin að skýrast talsvert.

Umspilið fer fram í lok mars 2020 þar sem fjögur lið úr hverri deild Þjóðadeildar, A, B, C og D, eða sextán lið alls, sem ekki komast inn á EM í gegnum riðlakeppnina, spila um fjögur síðustu sætin. Ein þjóð úr hverri deild fer á EM.

Ísland var í A-deild en þar er staðan nú þannig að tíu af tólf liðum hennar eru komin á EM eða standa mjög vel að vígi.

Sjá greinina í heild sinni á íþróttasíðum Morgunblaðsins í dag þar sem framhaldið í undankeppni EM og líklegu umspili er útskýrt ítarlega.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert