Brynjar framlengir við HK

Brynjar Björn Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við HK til …
Brynjar Björn Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við HK til næstu tveggja ára. Ljósmynd/HK

Brynjar Björn Gunnarsson, þjálfari HK, hefur framlengt samning sinn við félagið til næstu tveggja ára en þetta staðfesti félagið á Facebook-síðu sinni í dag. Samingurinn gildir til ársins 2021 en fyrrverandi samningur hans var til tveggja ára og gilti út tímabilið.

Brynjar tók við liði HK í október 2017 og kom liðinu upp í efstu deild á sínu fyrsta ári með félagið. HK endaði í öðru sæti 1. deildarinnar síðasta sumar með 48 stig, jafn mörg stig og ÍA, en með lakari markatölu.

HK leikur í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið lék síðast í efstu deild fyrir ellefu árum síðan, árið 2008. Áður en Brynjar Björn tók við þjálfun HK var hann aðstoðarþjálfari hjá Stjörnunni í fjögur ár og hann þekkir því vel til úrvalsdeildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert