Víðir framlengir við ÍBV

Víðir Þorvarðarson og Víðir Róbertsson við undirskriftina í Vestmannaeyjum.
Víðir Þorvarðarson og Víðir Róbertsson við undirskriftina í Vestmannaeyjum. Ljósmynd/ÍBV

Knattspyrnumaðurinn Víðir Þorvarðarson hefur framlengt samning til tveggja ára við ÍBV en þetta staðfesti félagið á dögunum. Víðir er 26 ára gamall kantmaður en hann gekk til liðs við ÍBV á nýjan leik um mitt sumar en hann kom til félagsins frá Þrótti Reykjavík.

Víðir spilaði 7 leiki með ÍBV í Pepsi-deildinni í sumar þar sem hann skoraði 1 mark en hann á að baki 177 meistaraflokksleiki þar sem hann hefur skorað 30 mörk. Hann er uppalinn í Vestmanneyjum en sumarið 2016 gekk hann til liðs við Fylki, áður en hann samdi við Þrótt Reykjavík sumarið 2017.

Við óskum Víði og stuðningsmönnum ÍBV til hamingju með samninginn og hlökkum til komandi samstarfs,“ segir í tilkynningu ÍBV.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert