Valskonur í annað sætið eftir sigur á FH

Elín Metta fagnar einu af mörkum Valskvenna í Kaplakrika í …
Elín Metta fagnar einu af mörkum Valskvenna í Kaplakrika í dag. mbl.is/Árni Sæberg

FH tók á móti Val í sjöundu umferð Pepsi-deildar kvenna í knattspyrnu í dag en leiknum lauk með 4:2 sigri gestanna. Thelma Björk Einarsdóttir kom Valskonum yfir á 17. mínútu og Crystal Thomas tvöfaldaði forystu gestanna á 40. mínútu og staðan því 2:0 í hálfleik.

Jasmín Erla Ingadóttir minnkaði muninn fyrir FH á 58. mínútu áður en Elín Metta Jensen tvöfaldaði forystu Valskvenna á nýjan leik á 67. mínútu. Hanna Barker minnkaði muninn fyrir FH á 68. mínútu en Elín Metta var svo aftur á ferðinni á 88. mínútu þegar hún skoraði fjórða mark Valskvenna og lokatölur því 4:2 fyrir Val í hörkuleik.

FH er komið í neðsta sæti deildarinnar með 3 stig og markatöluna mínus tólf en Valskonur tylla sér í annað sæti deildarinnar og eru komnar í 18 stig.

FH 2:4 Valur opna loka
90. mín. Elín Metta Jensen (Valur) á skot í þverslá VÁ! Elín Metta sloppin ein í gegn en setur boltann í þverslánna. Átti að skora fimmta markið þarna.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert