Þór/KA hirti toppsætið af Blikum

Leikmenn Þórs/KA fagna einu af tveimur mörkum liðsins á Þórsvelli …
Leikmenn Þórs/KA fagna einu af tveimur mörkum liðsins á Þórsvelli í dag. mbl.is/Þórir Tryggvason

Toppliðin tvö í Pepsi-deild kvenna áttust við á Akureyri í dag. Breiðablik sótti Þór/KA heim í fullkomnu fótboltaveðri og var leikurinn jafn og spennandi. Fyrir leik voru bæði lið ósigruð, Blikar á toppnum með átján stig en Þór/KA með sextán. Blikar höfðu unnið tólf deildarleiki í röð fyrir leikinn en þurftu að lúta í gras í dag þar sem Þór/KA vann 2:0.

Eina markið í fyrri hálfleik skoraði Sandra María Jessen fyrir Þór/KA. Markið var hennar þriðja skallamark í sumar og stóð 1:0 í hálfleik. Allan seinni hálfleikinn var mikil barátta og þegar leið á hálfleikinn fóru Blikar að þjarma að heimakonum án þess þó að skapa nokkur færi. Úr einni skyndisókn sinni undir lokin skoraði Sandra María aftur og tryggði þar með 2:0 sigur.

Þór/KA hirti toppsætið af Blikum en Valur skaust í annað sæti með sigri á FH í dag.

Þór/KA 2:0 Breiðablik opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert