Eyjasigur í Fossvogi

Kristján Guðmundsson og lærisveinar hans í ÍBV lögðu Víking að …
Kristján Guðmundsson og lærisveinar hans í ÍBV lögðu Víking að velli í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

ÍBV sigraði Víking úr Reykjavík, 2:1, í síðasta leiknum í 1. riðli Lengjubikars karla í knattspyrnu á gervigrasvelli Víkings í Fossvoginum í dag.

Emil Andri Auðunsson, markvörður Víkings, varði vítaspyrnu strax á sjöundu mínútu. Eyjamenn komust síðan í 2:0 með mörkum frá Shahab Zahedi og Breka Ómarssyni, úr vítaspyrnu, áður en hollenski kantmaðurinn Rick ten Voorde minnkaði muninn fyrir Víkinga úr vítaspyrnu á 78. mínútu.

Lokastaðan í riðlinum varð því sú að Valur sigraði með 15 stig og fer í undanúrslit þar sem liðið mætir Stjörnunni. ÍA fékk 9 stig, ÍBV 7, Fram 6, Njarðvík 4 en Víkingar ráku lestina með fjóra ósigra og aðeins 3 stig.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert