Svöruðu með gagntilboði

Hólmbert Aron Friðjónsson
Hólmbert Aron Friðjónsson mbl.is/Golli

„Við svöruðum Sandefjord með gagntilboði og síðan hafa verið einhverjar þreifingar á milli félaganna en eins og er má segja að það sé langt á milli félaganna,“ sagði Victor Ingi Olsen, starfsmaður Stjörnunnar, við Morgunblaðið en en eins og mbl.is greindi frá á dögunum gerði Sandefjord tilboð í sóknarmanninn Hólmbert Aron Friðjónsson.

„Það er ekkert stress hjá okkur varðandi þetta mál. Í grunninn viljum við halda Hólmberti en Sandefjord hefur mikinn áhuga á að fá hann,“ sagði Victor en Hólmbert á tvö ár eftir af samningi sínum við Stjörnuna. 

Hólmbert fór til skoðunar hjá norska liðinu fyrir nokkrum vikum ásamt FH-ignum Emil Pálssyni og um síðustu helgi skrifaði Emil undir samning við norska liðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert