„Erum ekki með Neymar“

Hörður Björgvin Magnússon, Ragnar Sigurðsson, og Alfreð Finnbogason fagna marki.
Hörður Björgvin Magnússon, Ragnar Sigurðsson, og Alfreð Finnbogason fagna marki. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

Hörður Björgvin Magnússon, glókollurinn í íslenska landsliðinu í knattspyrnu, segir að það hafi ekki komið neinum í landsliðshópnum á óvart að Ísland hafi tryggt sér sæti á HM.

„Að hafa komist áfram kemur okkur ekkert á óvart. Þegar fjölgað var á EM í Frakklandi 2016 þá gaf að okkur aukakraft að komast þangað. Það var draumur fyrir Íslendinga að sjá þeirra lið á EM og við sýndum þar og í undankeppni HM að það væri möguleiki á að komast á HM,“ segir Hörður Björgvin í viðtali við netmiðilinn goal.com.

„Það voru nokkur sterk í riðli okkar í undankeppni HM. En það voru tveir snúningspunktar fyrir okkur. Fyrst þegar við unnum Króatíu (í leik þar sem Hörður skoraði sigurmarkið) og þegar Króatía tapaði fyrir Tyrklandi. Við höfðum forystu í riðlinum fyrir tvo síðustu leikina og höfðum örlögin í okkar höndum,“ segir Hörður Björgvin sem leikur með enska B-deildarliðinu Bristol City.

„Við erum ekki með Neymar eða Philippe Coutinho í okkar liði, heldur leikmenn sem vinna saman með sterkri samstöðu. Það var sá andi sem gerði okkur kleift að vinna England á EM og mun koma okkur lengra,“ segir Hörður Björgvin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert