Stjarnan úr leik eftir hetjulega baráttu

Byrjunarlið Stjörnunnar í Prag í kvöld.
Byrjunarlið Stjörnunnar í Prag í kvöld. Ljósmynd/Stjarnan

Stjarnan er úr leik í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu kvenna eftir hetjulega baráttu gegn tékkneska meistaraliðinu Slavia Prag í síðari leik einvígis liðanna í 16-liða úrslitum í Prag í kvöld. Markalaust jafntefli var niðurstaðan og tapaði Stjarnan því einvíginu 2:1 eftir tap í Garðabænum í síðustu viku.

Fyrri hálfleikur var bráðfjörugur og í raun með ólíkindum að ekkert mark hafi verið skorað. Harpa Þorsteinsdóttir fékk dauðafæri þegar hún slapp ein í gegn strax á annarri mínútu og þá átti Lára Kristín Pedersen skot í stöng með hörkuskoti.

Tékkarnir fengu einnig sín færi þar sem Ana Cate bjargaði á línu auk þess sem sláin og stöngin komu í veg fyrir að Slavia næði boltanum í netið. Staðan markalaus í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var jafn og spennandi framan af en þegar líða tók á hann fór að draga af Stjörnuliðinu. Tékkarnir voru sterkari og Stjarnan fann ekki leiðina í gegnum vörn þeirra. Það sama má hins vegar segja um Tékkana þar sem Gemma Fay fór á kostum í marki Stjörnunnar og niðurstaðan markalaust jafntefli. Slavia vann því einvígið 2:1.

Stjarnan fer því ekki lengra í Meistaradeildinni þetta árið, en 16-liða úrslitin er besti árangur liðsins frá upphafi í keppninni og í fyrsta sinn sem íslenskt lið kemst svo langt frá því að núverandi keppnisfyrirkomulag var tekið upp.

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu hér á mbl.is.

Slavia Prag 0:0 Stjarnan opna loka
90. mín. Tereza Szewieczková (Slavia Prag) á skot framhjá Kim Dolstra lætur fara illa með sig en þrumuskotið af stuttu færi fer rétt yfir.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert