Landsliðskonur Þórs/KA hefja söfnun eftir hamfarirnar

Bianca Sierra, til vinstri, og Sandra Mayor, fremst, eru frá …
Bianca Sierra, til vinstri, og Sandra Mayor, fremst, eru frá Mexíkó og eru með söfnun í gangi fyrir heimalandið. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

Mexíkósku landsliðskonurnar sem spila með Þór/KA í Pepsi-deild kvenna í knattspyrnu, þær Bianca Sierra og Stephany Mayor, hafa hrundið af stað söfnun til fórnarlamba jarðskjálftans sem varð í heimalandi þeirra í fyrradag.

Jarðskjálftinn var upp á 7,1 stig og olli gríðarlegri eyðileggingu, en tala látinna var komin upp í 225 þegar síðast var talið og óttast er að hún muni hækka enn frekar.            

„Okkar sjóður mun skaffa aðstoð í formi neyðarbirgða auk þess að hjálpa við uppbyggingu til langs tíma fyrir íbúa til þess að jafna sig og byggja upp samfélag sitt á ný. Öll framlög í söfnuninni munu einungis styðja við nauðsynlegar endurbætur eftir þessar hamfarir,“ segir í lýsingu á söfnuninni.

Þeir sem vilja leggja söfnuninni lið geta fundið frekari upplýsingar HÉR.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert