Fram vill halda Hipólito

Pedro Hipólito
Pedro Hipólito mbl.is/Kristinn Magnússon

Forráðamenn 1. deildar liðs Fram í knattspyrnu hafa hafið samningaviðræðum við portúgalska þjálfarann Pedro Hipólito um að hann haldi áfram með liðið eftir yfirstandandi tímabil.

Hipólito tók við Fram um mitt sumar eftir að Ásmundur Arnarsson var látinn fara, en þegar ein umferð er eftir er liðið í 8. sæti með 27 stig og getur ekki farið ofar.

„Það er mikil ánægja með hans störf. Hann hefur komið með ferska vinda inn í starfið og nýja sýn á marga hluti. Hann er mjög jákvæður á að vera áfram og hefur haft gaman að þessu sumri þó að það hafi gengið upp og niður í úrslitum leikja.

Hann kann greinilega mjög vel til verka. Hann hefur bent okkur á fullt af hlutum sem við getum gert betur en við höfum verið að gera. Þetta er maður sem er vanur því að starfa fyrir stærri klúbba en okkur. Hann getur komið með ný vinnubrögð sem við getum lært af,“ sagði Hermann Guðmundsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, við fotbolti.net í dag þar sem hann staðfesti að setið væri við samningaborðið.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert