Þrír úr FH og þrír úr KR í leikbann

Emil Pálsson verður í banni gegn Víkingi Ólafsvík,
Emil Pálsson verður í banni gegn Víkingi Ólafsvík, mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrír FH-ingar og þrír KR-ingar taka út leikbann í næstsíðustu umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu sem fram fer á sunnudaginn.

Á fundi aganefndar KSÍ voru FH-ingarnir Emil Pálsson, Pétur Viðarsson og Þórarinn Ingi Valdimarsson allir úrskurðaðir í eins leiks bann og þeir missa af leik sinna manna gegn Víkingi Ólafsvík á sunnudaginn. Egill Jónsson, leikmaður Víkings Ólafsvík, tekur sömuleiðis út bann í þeim leik.

KR-ingarnir Finnur Orri Margeirsson, Kennie Chopart og Pálmi Rafn Pálmason verða allir í banni í leiknum gegn Fjölni.

Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur út eins leiks bann í leiknum gegn Stjörnunni og þá verður KA-maðurinn Archange Nkumu í leikbanni gegn Grindavík.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert