Átta mörk sem geta skipt máli

Fanndís Friðriksdóttir fagnar með íslenska landsliðinu eftir annað mark sitt …
Fanndís Friðriksdóttir fagnar með íslenska landsliðinu eftir annað mark sitt í gærkvöldi. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fótboltaleikir sem snúast bara um hve mörg mörk betra liðið skorar og hversu vel lakara liðinu gengur að trufla, berjast og tefja til að halda markamuninum í lágmarki verða sjaldnast skemmtilegir.

Þannig hófst undankeppni heimsmeistaramótsins 2019 hjá íslenska kvennalandsliðinu á Laugardalsvellinum í gærkvöld þegar það vann auðveldan sigur á Færeyingum, 8:0, í fyrstu viðureign nágrannaþjóðanna í A-landsliðum kvenna, frammi fyrir ríflega tvö þúsund áhorfendum sem fengu frítt á völlinn. Skyldusigur og eina spurningin var hve mörg mörkin yrðu.

Færeyska liðið kom hingað eftir vonda útreið á heimavelli, 0:8, gegn Tékkum í síðustu viku og skiljanlegt að sjálfstraustið væri ekki mikið gegn andstæðingum sem eru hærra skrifaðir en síðustu mótherjar.

Leikurinn var að sjálfsögðu mikilvægur undirbúningur fyrir stóru leikina í næsta mánuði, útileikina gegn Þýskalandi og Tékklandi, en skilur í raun fátt eftir sig nema tölfræðina. Hún segir okkur að Elín Metta Jensen, Gunnhildur Yrsa og Fanndís Friðriksdóttir skoruðu tvö mörk hver, Sara Björk Gunnarsdóttir og Berglind Björg Þorvaldsdóttir eitt hvor, og Hallbera Guðný Gísladóttir lagði upp fjögur markanna.

Segja má að mörkin hafi verið kærkomin eftir að íslenska liðið hafði aðeins skorað sex mörk í ellefu landsleikjum á þessu ári, og þar af aðeins eitt í síðustu sex leikjum. Mark Fanndísar gegn Sviss á EM.

Nánar er fjallað um sigur Íslands í íþróttablaði Morgunblaðsins sem kom út í morgun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert