„Gerði klárlega mistök“

Frá leik FH og ÍBV í gær.
Frá leik FH og ÍBV í gær. mbl.is/Árni Sæberg

„Ég gerði klárlega mistök sem ég tek fulla ábyrgð á. Þetta eru mistök og ég hefði ekki átt að gera þetta. Það er ekkert sem ég get gert í því núna,“ sagði Pétur Viðarsson, leikmaður FH, við netmiðilinn fótbolti.net í dag en Pétur fékk harkalega gagnrýni fyrir atvik sem átti sér stað í leik FH og ÍBV í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í Kaplakrika í gær.

Pétur og íranski sóknarmaðurinn Shahab Zahedi lentu í rimmu úti við hliðarlínuna sem endaði með því að Pétur lét sig falla í grasið með miklum tilþrifum og hélt fyrir andlitið.

Ég sá þetta ekki fyrr en í morgun. Ég legg það ekki í vana minn að skoða fjölmiðlana eftir leiki. Ég fékk að heyra í morgun og á æfingu að umræðan var gífurleg. Það er kannski það skemmtilega við fótboltann. Það mega allir hafa sína skoðun og mér fannst þetta í hreinskilni vera sanngjörn umfjöllun. Auðvitað eru margir sem fara lengra í að tjá sig en aðrir og eru harðari en það er allt í lagi. Það er skemmtilegt að allir mega hafa sína skoðun,“ segir Pétur við fótbolti.net.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert