Við látum þetta ekki gerast aftur

Þorsteinn Már Ragnarsson.
Þorsteinn Már Ragnarsson. mbl.is/Hanna Andrésdóttir

„Við vorum bara ekki tilbúnir í baráttuna,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson, leikmaður Víkings Ólafsvíkur, í samtali við mbl.is eftir 3:0-tap liðsins fyrir Breiðabliki í Pepsi-deild karla í knattspyrnu í kvöld.

„Við vorum eiginlega bara ekki tilbúnir í þennan leik. Þeir voru miklu frískari heldur en við og áttu bara miðjuna. Andri [Rafn Yeoman] var eins og kóngur þarna þannig að þetta var bara mjög erfitt fyrir okkur,“ sagði Þorsteinn Már, en Víkingum hafði gengið ágætlega í síðustu leikjum fram að þessum.

„Við erum búnir að vera á siglingu upp á síðkastið og erum komnir með 19 stig og getum verið ánægðir með það. En við verðum bara að hætta að hugsa um þennan leik og fara að hugsa um næsta,“ sagði Þorsteinn.

Víkingar eru nú aðeins þremur stigum fyrir ofan fallsvæðið og ljóst að það er mikil barátta fram undan.

„Þetta verður svaka slagur og við erum bara tilbúnir í það. Við látum þetta ekki gerast aftur, við mætum í næsta leik á fullum krafti. Menn eru tilbúnir að gera miklu betur en þetta,“ sagði Þorsteinn Már Ragnarsson við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert