Lennon jafnaði Andra Rúnar

Steven Lennon er búinn að skora 10 mörk fyrir FH.
Steven Lennon er búinn að skora 10 mörk fyrir FH. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Skotinn Steven Lennon úr FH og Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason eru markahæstir í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Lennon jafnaði Andra Rúnar með markinu sem hann skoraði gegn Skagamönnum í Kaplakrika á laugardaginn. Báðir hafa þeir skorað 10 mörk í 12 leikjum í deildinni. Guðjón Baldvinsson úr Stjörnunni og Daninn Emil Lyng úr KA blönduðu sér í baráttuna um gullskóinn en báðir voru þeir á skotskónum í gær, Guðjón skoraði þrennu í 5:0-sigri Stjörnunnar gegn Grindavík og Lyng skoraði bæði mörk KA í 4:2-tapinu gegn Breiðabliki.

Markahæstu leikmenn í Pepsi-deild karla:

10 - Andri Rúnar Bjarnason, Grindavík
10 - Steven Lennon, FH
8 - Guðjón Baldvinsson, Stjörnunni
8 - Emil Lyng, KA
7 - Kristján Flóki Finnbogason, FH
6 - Tobias Thomsen, KR
6 - Hólmbert Aron Friðjónsson, Stjörnunni

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert