„Leit ekki út fyrir að ég væri að fara að skora“

Guðjón Baldvinsson í baráttu við Brynjar Ásgeir Guðmundsson í leiknum …
Guðjón Baldvinsson í baráttu við Brynjar Ásgeir Guðmundsson í leiknum í kvöld. mbl.is/Árni Sæberg

„Þetta gerðist rosalega hratt. Það leit nú út fyrir að ég væri ekki að fara að skora í þessum leik. En svo náði ég að fylgja eftir skotinu hans Eyjólfs og þá opnaðist þetta,“ sagði Guðjón Baldvinsson, framherji Stjörnunnar, sem skoraði þrennu í seinni hálfleik í leik gegn Grindavík í Pepsi-deild karla í kvöld.

Stjarnan vann að lokum 5:0 en staðan var aðeins 1:0 í hálfleik.

„Í seinni hálfleik ætluðum við okkur að halda áfram að gera það sem við vorum að gera vel í fyrri hálfleik. Við vorum góðir í fyrri hálfleik en hefðum getað gengið frá þessu fyrr. Það er oft þannig að ef þú drepur ekki leikinn alveg, þá refsa hinir manni.“

Grindvíkingar voru í 2. sæti fyrir leikinn. Bjóst Guðjón við jafnari leik?

„Liðið er í öðru sæti og við vitum alveg hvað þeir geta. Við vorum mjög ákveðnir í því að eiga góðan leik í dag og við gerðum það.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert