Tveir Grindvíkingar í bann

Sam Hewson verður ekki með Grindvíkingum gegn KA.
Sam Hewson verður ekki með Grindvíkingum gegn KA. Ljósmynd/Víkurfréttir

Fjórir leikmenn úr Pepsi-deild karla í knattspyrnu voru úrskurðaðir í eins leiks bann á fundi aganefndar KSÍ í gær.

Leikmennirnir sem um ræðir eru Grindvíkingarnir Björn Berg Bryde og Sam Hewson, sem taka bannið út gegn KA, Fjölnismaðurinn Ivica Dzolan sem verður í banni gegn KR og Arnþór Ingi Kristinsson úr Víkingi Reykjavík sem missir af leik sinna manna gegn ÍA í 10. umferðinni.

Þá voru tveir leikmenn úr 1. deild karla, Inkasso-deildinni, úrskurðaðir í eins leiks bann, Fylkismaðurinn Emil Ásmundsson og ÍR-ingurinn Styrmir Erlendsson.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert