Ný regla, fjör og 485 stelpur á Króknum

Það sáust mörg góð tilþrif á Sauðárkróki um helgina.
Það sáust mörg góð tilþrif á Sauðárkróki um helgina. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason

Það var mikið líf og fjör á Sauðárkróki um helgina þegar Landsbankamót Tindastóls fór fram. Alls tóku 485 stelpur úr 21 félagi þátt á mótinu en það er fyrir 6. flokk kvenna.

Leikið var laugardag og sunnudag og heppnaðist mótið afar vel. Sú nýjung var í ár að ætlast var til þess að markmenn spiluðu boltanum út, í stað þess að sparka honum langt, og mun hafa verið mikil ánægja með þessa reglu sem ætlunin er að nota áfram næstu ár.

Kvöldvaka var á laugardaginn þar sem Salka Sól og Sigvaldi Gunnarsson héldu uppi stuðinu.

Þór Akureyri fagnaði sigri á mótinu í flokki A-liða en öll úrslit má sjá hér.

Ljósmyndarinn Þórir Ó. Tryggvason tók meðfylgjandi myndir en myndasíðu mótsins má sjá hér.

Hver veit nema EM-farar framtíðarinnar hafi verið á ferðinni á …
Hver veit nema EM-farar framtíðarinnar hafi verið á ferðinni á Sauðárkróki? Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Fylkir og Breiðablik í baráttunni.
Fylkir og Breiðablik í baráttunni. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
Það getur verið mikilvægt að hlusta á leiðbeiningar þjálfarans.
Það getur verið mikilvægt að hlusta á leiðbeiningar þjálfarans. Ljósmynd/Þórir Ó. Tryggvason
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert