Nárinn að angra Andra

Andri Rúnar Bjarnason hefur raðað inn mörkum í sumar.
Andri Rúnar Bjarnason hefur raðað inn mörkum í sumar. Ljósmynd/Víkurfréttir

„Ég er búinn að vera stífur í náranum síðustu daga og var tæpur fyrir leikinn. Það var svo í seinni hálfleiknum sem ég teygði mig í boltann þar sem ég fann einhvern hnykk og ég tók enga áhættu og bað um skiptingu,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason, sóknarmaðurinn skæði í liði Grindvíkinga, við Morgunblaðið í gær en hann þurfti að fara af velli þegar um tíu mínútur voru eftir af leiknum við Breiðablik í fyrrakvöld.

„Ég er frekar slæmur núna og það er ekki víst að ég verði búinn að ná mér fyrir leikinn á móti KA eftir tvær vikur. En það er gott að fá þetta frí og vonandi næ ég að jafna mig,“ sagði Andri Rúnar, sem hefur skorað 9 af 14 mörkum spútnikliðs Grindavíkur í Pepsi-deildinni á tímabilinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert