Baldur með 200 leiki í deildinni

Baldur Sigurðsson í leik gegn FH í sumar.
Baldur Sigurðsson í leik gegn FH í sumar. mbl.is/Golli

Baldur Sigurðsson, fyrirliði Stjörnunnar, lék 200. leik sinn í efstu deild hér á landi þegar Garðabæjarliðið gerði jafntefli, 2:2, við ÍA í 9. umferð Pepsi-deildar karla í knattspyrnu á laugardaginn.

Baldur, sem fyrr í sumar spilaði 300. deildarleik sinn á ferlinum, heima og erlendis, hefur leikið 49 leiki með Keflavík, 124 leiki með KR og nú 27 leiki með Stjörnunni í deildinni.

*Óskar Örn Hauksson varð þriðji leikmaður KR í sögunni til að skora 50 mörk fyrir félagið í efstu deild þegar hann gerði þriðja markið í sigri liðsins gegn KA á Akureyri, 3:2.

Sjá nánar í íþróttablaði Morgunblaðsins í dag þar sem 9. umferð Pepsi-deildar karla er gerð upp.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert