Væri hroki að vera óánægður

„Við fórum vel yfir styrkleika Vals fyrir leikinn og leikkerfi okkar gekk upp í kvöld,“ sagði Óli Stefán Flóventsson, þjálfari Grindvíkinga, kampakátur í leikslok í gær eftir 1:0 sigur á Val í Pepsi-deild karla í knattspyrnu.

Spurður hvort hann væri ekki óánægður með að liðið nýtti aðeins eitt færi af fjölda færa sem það fékk: „Nei, það væri hroki að vera óánægður með það enda unnum við okkar fyrsta leik á heimavelli núna og það gegn mjög sterku liðið Vals. Ég er ánægður með það,“ sagði Óli Stefán.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert