Tvenna Hólmberts tryggði sigur Stjörnunnar í Grafarvoginum

Fjölnismaðurinn Ægir Jarl Jónasson fer fram hjá Stjörnumönnunum Brynjari Gauta …
Fjölnismaðurinn Ægir Jarl Jónasson fer fram hjá Stjörnumönnunum Brynjari Gauta Guðjónssyni og Alex Þór Haukssyni í kvöld. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

Stjörnumenn unnu góðan sigur á Fjölni í leik liðanna í Pepsi-deild karla í Grafarvoginum í kvöld. Með sigrinum er Stjarnan áfram á toppnum með 13 stig á meðan Fjölnismenn eru enn með 7 stig.

Stjörnumenn byrjuðu betur. Strax á fimmtu mínútu komust Garðbæingarnir yfir með marki Guðjóns Baldvinssonar eftir undirbúning Eyjólfs Héðinssonar og Jósefs Kristins Jósefssonar. Eftir það var leikurinn jafn. Fjölnismenn sköpuðu sér talsvert af hálffærum en engin afgerandi færi. Færi Stjörnumanna voru ívið hættulegri.

Í seinni hálfleik var það svo Hólmbert Aron Friðjónsson sem kláraði leikinn fyrir Stjörnuna á fimm mínútna kafla. Hann skoraði tvö mörk. Annað eftir góðan undirbúning liðsfélaga sinna og hið seinna eftir að hafa þurft að gera allt sjálfur.

Fjölnismenn sóttu í sig veðrið þegar um 20 mínútur voru til leiksloka og minnkuðu muninn þegar stundarfjórðungur var eftir með glæsilegu marki Marcus Solbergs. En nær komust þeir ekki og vörn Stjörnunnar hélt undir pressunni það sem eftir lifði leiks.

Fjölnir 1:3 Stjarnan opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið! Stjarnan tekur með sér stigin þrjú úr Grafarvoginum í fjörugum leik.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert