„Þurfum að mæta karlmönnum með karlmennsku“

Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis.
Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef við mætum ekki karlmönnum með karlmennsku þá bara töpum við. Það segir sig sjálft. Það var þannig í dag. Þeir voru miklu miklu sterkari en við. Ekkert betri í fótbolta heldur bara sterkari en við,“ sagði Ágúst Þór Gylfason, þjálfari Fjölnis, eftir 1:3 tap gegn Stjörnunni á heimavelli í Pepsi-deild karla í kvöld.

Sjá frétt mbl.is: Tvenna Hólmberts tryggði Stjörnunni sigur í Grafarvogi

„Við vorum undir frá fyrstu mínútu. Það eru karlmenn í þessu Stjörnuliði og þeir mæta í alla leiki. Við þurftum að mæta þeim almennilega en þeir unnu síðan bara alla bolta, fyrsta, annan og þriðja.“

„Það er þeirra leikstíll og ef við mætum þeim ekki, þá skora þeir bara. Þeir gáfu síðan fá færi á sér og voru grimmir, öfugt við okkur.“

Leikmannahópur Fjölnis er ungur og Ágúst segir þetta mikilvæga lexíu.

„Við lærum af þessu. Það er ekki annað hægt og ég sagði það við strákana í klefanum eftir leikinn. Við þurfum að mæta þessum bestu liðum til að eiga séns.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert