Emil sleit krossband

Emil Atlason í leik með Þrótti.
Emil Atlason í leik með Þrótti. mbl.is/Golli

Þróttur Reykjavík greinir frá því á vef sínum að sóknarmaðurinn Emil Atlason sé með slitið krossband í hné og verði frá keppni af þeim sökum næstu mánuðina.

Emil varð fyrir meiðslunum í sigurleik Þróttar gegn Þór í Inkasso-deildinni um síðustu helgi og við skoðun í gær kom í ljós að krossbandið slitnaði.

Þetta er annað tímabilið í röð sem Emil meiðist illa en hann fótbrotnaði í leik gegn Stjörnunni í 3. umferð Pepsi-deildarinnar og lék ekkert meira með liðinu eftir það.

<br/><br/>
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert