„Það er algjört kjaftæði“

Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals hér til hægri, ásamt Sigurbirni Hreiðarssyni …
Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals hér til hægri, ásamt Sigurbirni Hreiðarssyni aðstoðarþjálfara liðsins. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ég er ángæður með að vinna leikinn fyrst og fremst, og halda hreinu og vinna leikinn,“ sagði Ólafur Jóhannesson þjálfari Vals eftir sigur liðsins á Víkingi Ólafsvík í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla í kvöld.

Valsmönnum gekk illa að nýta færin sín og var það ekki fyrr en um miðbik seinni hálfleiks sem Dion Acoff kom boltanum í netið. 

„Við vorum búnir að fá þó nokkur færi þegar við fengum fyrsta markið en svo datt það og róuðumst við. Við spiluðum fínan leik hér í dag og erum ánægðir með það.“

Aðspurður hvernig honum hafi fundist að mæta Ólafsvíkingum sagði Ólafur:

„Það kom mér ekkert á óvart. Við spiluðum við þá fyrir þremur vikum í deildarbikarnum. Þeir hafa verið að fá inn nýja og nýja menn þannig að það er erfitt að púsla þessu saman hjá þeim.“

Sigurður Egill Lárusson fór meiddur af velli í upphafi seinni hálfleiks. Ólafur sagðist ekki vita hversu alvarleg meiðslin væru að svo stöddu. Þá sagði hann að ekki væri um að ræða neitt sem hann hafi glímt við nýlega. 

Aðspurður hvort Valur muni bæta við sig mönnum segir Ólafur að svo sé ekki. Þá bætir hann við að sögusagnir um að Patrick Pedersen sem lék með Val fyrir tveimur árum sé á leiðinni aftur, séu: „Algjört kjaftæði.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert