„Ég fæ vonandi fleiri tækifæri til að skora núna“

Ingibjörg Sigurðardóttir í leik með Breiðablik.
Ingibjörg Sigurðardóttir í leik með Breiðablik. mbl.is/Ófeigur Lýðsson

„Það var nóg að gera hjá okkur í dag,“ fullyrti Ingibjörg Sigurðardóttir varnarmaður Breiðabliks eftir 3:0-sigur liðsins á Stjörnunni í meistaraleik KSÍ á Samsung-velli í kvöld. Ingibjörg átti góðan leik ásamt öðrum varnarmönnum Blika.

Sjá frétt mbl.is: Breiðablik er meistari meistaranna

„Við héldum þeim bara vel í fyrri hálfleik og spiluðu, þétta vörn og héldum þeim fyrir framan teiginn. Í seinni hálfleik sóttu þær meira á okkur. Aðeins of mikið og við gáfum þeim aðeins of mikinn tíma. Við ætluðum að spila okkar leik og sækja svolítið hratt á þær. Þetta er bara þeirra leikur að halda boltanum svona,“ sagði Ingibjörg.

Ingibjörg skoraði þriðja mark Breiðabliks úr vítaspyrnu og hefði hæglega getað skorað annað úr aukaspyrnu í uppbótatíma en Gemma markvörður Stjörnunnar varði vel. Er þetta eitthvað sem við fáum að sjá meira af í sumar?

„Ég vona það, að Steini fari að gefa mér fleiri tækifæri til að skora núna,“ sagði Ingibjörg að lokum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert