Blikar gætu fengið Elfar fyrr heim

Elfar Freyr Helgason í leik gegn FH.
Elfar Freyr Helgason í leik gegn FH. mbl.is/Eva Björk Ægisdóttir

Breiðablik vonast til þess að miðvörðurinn Elfar Freyr Helgason verði kominn aftur í herbúðir liðsins áður en lokað verður fyrir félagaskipti um miðjan næsta mánuð. Elfar er í láni hjá Horsens í Danmörku.

Elfar var lánaður til Danmerkur í byrjun árs og framlengdi í leiðinni samning sinn við Breiðablik. Lánssamningurinn átti að gilda til 30. júní, en Blikar vonast til þess að ná Elfari heim sem fyrst.

Horsens er hins vegar með forkaupsrétt á Elfari en samkvæmt frétt fotbolti.net þurfa forráðamenn félagsins að taka ákvörðun fyrir lok aprílmánaðar hvort sú klausa verði virkjuð. Ef það verður ekki gert vonast Blikar til þess að Elfar komi heim fyrir 15. maí þegar félagaskiptaglugginn lokar hér heima.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert