Prinsessur með sama fatastíl – báðar í rúllukraga og kápu

Katrín prinsessa og Charlene prinsessa eru í sama stíl.
Katrín prinsessa og Charlene prinsessa eru í sama stíl. Samsett mynd

Prinsessur eru ekki alltaf í fallegum kjólum og með kórónur þrátt fyrir að eiga fullt af peningum og búa í kastala. Í vikunni klæddust tvær frægustu prinsessur í heimi á svipaðan hátt. Þær voru báðar í rúllukragapeysu og jakka í sama lit. 

Hin nýbakaða prinsessa Katrín af Wales sinnti opinberum skyldum sínum í Windsor á Englandi með eiginmanni sínum á fimmtudaginn. Katrín klæddist kápu frá breska merkinu Hobbs. Við kápuna var hún í rúllukragapeysu í sama lit. 

Katrín prinsessa af Wales sést hér í rúllukragapeysu og ullarkápu …
Katrín prinsessa af Wales sést hér í rúllukragapeysu og ullarkápu í sama lit. AFP

Daginn eftir klæddist Charlene prinsessa af Mónakó gráum jakka og gráum rúllukragabol þegar hún var á ferð í heimalandi sínu. Það var eins og prinsessan hefði stolið stíl Katrínar. Í staðinn fyrir að klæðast svörtum dragtarbuxum eins og Katrín var Mónakóprinsessan í pilsi og háum stígvélum við sinn einkennisklæðnað.

Charlene af Mónakó.
Charlene af Mónakó. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál