Stílisti stjarnanna gefur okkur hinum ráð

Kate Young á heiðurinn af flottustu útlitum rauða dregilsins. Hún …
Kate Young á heiðurinn af flottustu útlitum rauða dregilsins. Hún deilir visku sinni en öll ættum við að geta lært mikið af henni. Skjáskot/Instagram

Kate Young hjálpar stjörnunum að líta sem allra best út á rauða dreglinum. Hún deilir með okkur þekkingu sinni og gefur góð ráð.

Young hóf ferilinn sem aðstoðarkona Önnu Wintour ritstjóra Vogue. „Margir þekkja kvikmyndina The Devil Wears Prada og það má segja að margt í myndinni minnti á líf mitt. Ég þurfti að mæta á vissum tímum, sækja kaffi, föt úr hreinsun, fara með bókina með öllum útlitunum heim til hennar. Ég hafði aldrei áður komist í nánd við aðra eins hátísku. Allt sem Wintour klæddist var af hinni glæsilegustu sort. Svo fékk hún handskrifuð föx frá Karl Lagerfeld. Þetta var rosalegur tími,“ segir Young í viðtali við The Times.

„Þegar ég byrjaði hjá Vogue þá fann ég strax að ég vildi vera þar sem allir kjólarnir væru og fór að stílísera myndatökur,“ segir Young en hún bjó sér til frama á því sviði áður en stílistar voru í raun til.

Young segir mikilvægt að huga að hverju smáatriði. Ef það er ekki gert þá getur það eyðilagt útlitið. Young nefnir sérstaklega handarkrikann. 

Handakrika-vandamálið

„Ef þú ert í hlýralausum kjól og þú ert með smá húð þarna undir handarkrikanum sem kremst undan kjólnum þá er það ógeðslegt. Það verður að passa að kjóllinn sé ekki of þröngur á því svæði,“ segir Young en þess má geta að til er nafn yfir þessu „vandamáli“ en það er axillary fat

Young tekur skýrt fram að enginn eigi fullkominn líkama. „Allir mínir skjólstæðingar eru fallegir en sumir eru hávaxnir, aðrir lágvaxnir, sumir með mjaðmir og aðrir engar mjaðmir. Fyrsta skrefið er alltaf að reikna út líkamsbygginguna líkt og arkitekt. Þannig sér maður hvað virkar og hvað ekki.“

„Mér finnst gott að byrja á frum-mátun. Þar sem ég læt skjólstæðinginn máta t.d. þrjár gerðir af buxum. Þá sér maður kannski að manneskja sem klæðist oft kvart-buxum ætti kannski frekar að vera í síðbuxum.“

Síðkjólar eins og sundföt - allt sést!

„Síðkjólar eru eins og sundföt,“ segir Young. „Maður sér allt. Ef maður er strákslega vaxinn, með grannar mjaðmir og lítil brjóst þá gæti maður endað með að líta út eins og pylsa. Þannig að ég reyni að ýkja mjaðmirnar með smá púðum til að fá lögun.“

Young er hrifin af kjólum með vösum en hún setur alltaf smá lóð í vasana til þess að þeir bungist ekki út. Þá er hún mjög hrifin af Skims undirfötunum sem halda við vaxtalagið.

„Ég mæli einnig með að setja CBD krem undir iljarnar ef maður á að vera á háum hælum heilt kvöld.“

Enginn straujar lengur

Sjálf klæðist Young mjög einföldum flíkum, helst dökkbláar peysur. Hún mælir með hinu sígilda hugarfari, minna er meira.

„Flestir klæðast of miklu. Það er of margt í gangi. Svo straujar enginn lengur en það skal hafa í huga að allt lítur betur út ef það er vel straujað.“

Fyrir konur sem þurfa að hressa upp á klæðnaðinn segir Young að lausnin sé ekki að fara út að versla. „Ekki fara út í búð heldur taktu til í fataskápnum og mátaðu. Finndu flíkur sem fara þér vel og hvort það sé hægt að breyta eða bæta til að hressa upp á flíkurnar. Búðu svo til lista yfir það sem þig vantar til þess að para við það sem þú átt. Fólk á það til að kaupa tilviljunarkennda hluti og það hjálpar ekkert.“

Algengustu mistökin

Aðspurð um algengustu mistökin nefnir Young ljósbrúna húðtóninn. „Þær líta út fyrir að vera naktar og flíkurnar falla í allar fellingar líkamans og gerir ekkert fyrir þær.“

„Svo má ekki vera í sömu buxunum við bæði flatbotna skó og háa hæla. Ef þú elskar buxurnar þá skaltu eiga tvennar og aðlaga skálmarnar að skónum. Því ef þú ert í hælum og buxurnar virðast of stuttar þá ertu að stytta leggina. Þú ert að missa tækifærið til þess að sýna langa leggi.“

Kate Young vinnur mikið með Margot Robbie sem er alltaf …
Kate Young vinnur mikið með Margot Robbie sem er alltaf glæsileg á rauða dreglinum. AFP
Hjónin Joe Jonas og Sophie Turner á frumsýningu.
Hjónin Joe Jonas og Sophie Turner á frumsýningu. AFP
Julianne Moore er einn skjólstæðinga Kate Young.
Julianne Moore er einn skjólstæðinga Kate Young. AFP
Michelle Williams bar af á Óskarsverðlaunaathöfninni árið 2006. Kate Young …
Michelle Williams bar af á Óskarsverðlaunaathöfninni árið 2006. Kate Young hjálpaði henni að hafa sig til. Guli kjóllinn var fullkominn. Reuters
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál