Kjóllinn í nýjustu James Bond myndinni markar tímamót

Síðkjólar með beru baki eru alltaf fallegir.
Síðkjólar með beru baki eru alltaf fallegir.

Það bíða margir spenntir eftir nýju James Bond-myndinni, No Time to Die, en svo virðist sem Metro-Goldwyn-Mayer-kvikmyndaverið hafi frestað frumsýningunni fram að páskum. Los Angeles Times greinir frá fjárhagserfiðleikum við fjármögnun kvikmyndaversins sem einni af ástæðu þess. 

Umgjörð og fatnaður Bond-myndarinnar virðist þó ekki bera þess merki. Ef marka má kynningarefni myndarinnar eru engin blankheit í búningum. Þar eru síðir svartir efnislitlir kjólar með beru baki áberandi. Það má því leiða líkur að því að slíkir kjólar, sem voru mjög vinsælir á árum áður, séu komnir aftur í tísku. 

Jóla- og árshátíðafatnaður Íslendinga verður kannski eilítið dempaður ef landsmenn þurfa að halda sig meira heima en áður. Það þarf þó ekki að vera þannig og ef fólk heldur veislur á Zoom eða Teams er um að gera að klæða sig upp á í íburðarmikinn klæðnað.

Eitt er víst, það luma eflaust margar konur á fallegum kjólum, og ef ekki þá má alltaf fjárfesta í einum. Það gæti gert mikið fyrir tímabilið sem er að ganga í garð enda langt síðan fólk hefur klæðst sparifötum dag eftir dag. 

Kjólinn sem Ana D' Armas er í á myndinni gerði Michael Lo Sordo og demantarnir eru frá Chopard. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál