Fegrunarráð skákdrottningarinnar

Anya Taylor-Joy.
Anya Taylor-Joy. Ljósmynd/Netflix

Stjarnan úr Drottningarbragði á Netflix, Anya Taylor-Joy, segir besta fegrunarráð sem hún hafi fengið að sýna sjálfa sig í stað þess að fela andlitið. Hinir svokölluðu gallar eru ekki gallar heldur andlitið. Hún notar líka snyrtivörur eins og flestir aðrir og er ýmislegt forvitnilegt í snyrtibuddunni. 

Þar er hún með ilmvatn sem hún segir að minni hana á sjálfa sig. Hún úðar því á sig fyrir aftan eyru, á bringu, úlnliði og í hnésbætur. Í snyrtibuddunni er hún líka með kristalla sem hún segir jarðtengja sig og Palo Santo-viðarreykelsi sem minni hana á lyktina heima hjá sér. Hún er með stóra litríka flauelsteygju í snyrtibuddunni til þess að halda hárinu frá andlitinu.

Anya Taylor-Joy leikur Beth Harmon.
Anya Taylor-Joy leikur Beth Harmon. AFP

Þegar Taylor-Joy sýndi Harper's Bazaar snyrtibudduna var hún með fölan varalit frá Armani í buddunni. Þegar hún málar sig notar hún yfirleitt bara varalit og maskara. Uppáhaldsmaskarinn hennar er Hypnose frá Lancome. 

Stærstu förðunarmistök hennar eru að hafa ekki lært að setja á sig farða. Hún segist vera mjög leið yfir að kunna ekki að gera almennilega kisuaugnlínu. 

Taylor-Joy hugsar vel um hárið á sér enda lætur hún aflita það oft sem fer ekki vel með hárið. Leynivopn hennar er hárnæring frá Philip Kingsley sem hún skilur eftir í hárinu. Hún setur næringu í allt hárið, ekki bara rótina. Hún notar líka hárserum frá David Mallet. 

Hér má sjá Taylor-Joy segja frá fegrunarráðum sínum. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál