Hvenær er komin of mikil fylling í varirnar?

Hvenær er komið nóg?
Hvenær er komið nóg? Ljósmynd/Pexels

Þau sem sækjast eftir því að vera með þrýstnar og fallegar varir ættu að kynna sér vel hvenær nógu mikið fylliefni er komið í varirnar. Að sjálfsögðu ætti viðkomandi læknir sem framkvæmir varafyllinguna að vera meðvitaður um það, en það er líka gott fyrir eiganda varanna að vita hvenær er komið nóg. 

Húðlæknastöðin fjallaði í vikunni um hvenær of mikið fylliefni er komið í varirnar og hvenær þær fara að missa náttúrulega lögun sína. 

Við erum alltaf að verða meira og meira vör við það að of mikið magn af fylliefnum er sett í varir. Hvað gerist þá? Þá dreifist fylliefnið til aðliggjandi vefja, þ.e.a.s. húðarinnar kringum varirnar.

Dr. Harris er breskur læknir sem hefur verið ötull talsmaður þess að setja lítið magn af fylliefnum í varir svo þær haldi náttúrulegri lögun. Nú hefur hann flokkað fyllingu í varir í 4 stig:
▫️Stig 1 - Eðlileg fylling þar sem náttúruleg lögun varanna fá að njóta sín
▫️Stig 2 - Aðeins of mikið fylliefni þannig efnið flæðir út í varalínuna og brún (Ledge) myndast
▫️Stig 3 - Fylliefnið flæðir vel yfir varalínuna og myndar eins og hillu (shelf) fyrir ofan varalínuna
▫️Stig 4 - Fylliefnið flæðir langt út fyrir varalínuna og þá brettist upp á varirnar og goggur myndast (andarvarir/duck lips).

Það að efnið flæði svona út fyrir varirnar er ekki eðlilegt útlit og ætti að forðast. Sem betur fer er hægt að leysa þetta upp og lagfæra, hjá læknum þar sem um lyfseðilskylt lyf er að ræða.

Ljósmynd/Facebook
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál