Algerlega baugalaus með kyssilegar varir

Haustið er svo sannarlega tíminn til að hressa aðeins upp á útlitið og þá kemur haustþrennan frá SENSAI að góðum notum. Hver vill ekki taka á móti haustinu með kyssilegar varir? Löng og hnausþykk augnhár og algerlega baugalaus? 

Í þessari haustþrennu má fyrst nefna Total Lip Gloss sem er næringarríkt og uppbyggjandi og gerir alveg heilmikið fyrir varirnar. Það er kannski ekkert skrýtið því bæði áhugafólk og fagfólk hefur gefið Cellular Performance Total Lip Treatment varakreminu frá SENSAI góða einkunn. Þá sérstaklega fyrir virkni þess sem er afar mikil. Þessir hópar geta glaðst núna því í Total Lip Glossinu eru sömu eiginleikar og í kreminu sjálfu. 

Formúlan er byggð á Total Lip Treatment-kreminu þar sem þræðir úr Koishimaru-silki, ásamt völdum efnum úr náttúrunni, gegna lykilhlutverki við rakagjöf og fegrandi áhrif á húð varanna. Það gerir það að verkum að fínar línur víkja fyrir vel rakamettaðri og silkimjúkri áferð.

Þetta þunnfljótandi gloss sléttir úr vörunum.
Þetta þunnfljótandi gloss sléttir úr vörunum.

Þunnfljótandi glossið gefur vörunum sléttara yfirborð um leið og þær fá hraustlegri lit og heillandi glans. Hægt er að nota það eitt sér eða með varalit ef fólk vill meiri lit. 

En það eru ekki bara varirnar sem þurfa að vera í lagi. Augnhárin þurfa að vera upp á 10 og þá kemur SENSAI Lash Volumiser að frábærum notum. Um er að ræða mjög vandaðan og góðan maskara sem er kolsvartur og klessist ekki. 

Þessi maskari þolir bæði tár og hita.
Þessi maskari þolir bæði tár og hita.

SENSAI Lash Volumiser þolir tár, svita og vatn upp að 38 gráðum en hreinsast auðveldlega af með heitu vatni, eða heitara en 38 gráður. Þú þarft þó alls ekki sérstakan augnhreinsi heldur gæta þess vel að vatnið sé yfir 38 gráður, þá flýgur hann af. 

Þetta gerir það að verkum að þú getur farið í hot jóga og sund án þess að verða eins og útlifaður pandabjörn. Svo er maskarinn nikkelfrír og hentar vel þeim sem eru með viðkvæm augu.

Svo eru það blessaðir baugarnir. Það er betra að hylja þá með góðu efni og þá kemur Highlighting Concealer að góðum honum. Hann er sérstaklega hannaður til að nota í kringum augun. Húðin undir augunum er töluvert þynnri og viðkvæmari en önnur svæði. SENSAI highlighting concealer inniheldur silki og náttúrulegar olíur, hann mýkir línur og birtir augnsvæðið. Hann er til í fjórum litum.

Þegar þú ert komin með glossið á varirnar, hyljarann undir augun og augnhárin masköruð fyrir allan peninginn ættir þú að vera í toppmálum og tilbúin til að takast á við veturinn. 

Kvenpeningurinn þarf að eiga góðan hyljara fyrir veturinn.
Kvenpeningurinn þarf að eiga góðan hyljara fyrir veturinn.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál