Kjóllinn sem sameinar konur

Doppótti kjóllinn frá Zara, sem ótrúlega margar konur eiga, hefur verið sameiningartákn kvenna í Bretlandi í sumar. Kjóllinn er svo vinsæll að sér Instagram-reikningur er tileinkaður honum þar sem birtast innsendar myndir af konum í kjólnum.

Smartland fjallaði um kjólinn fyrr í sumar þegar vinsældir hans hófust. Ekkert lát hefur orðið á vinsældum hans og hafa skapast lítil samfélög kvenna víða um heim í kringum kjólnum. Í úttekt á The Guardian er kjóllinn sagður hafa þau áhrif að þegar konur í honum mætast úti á götu í Bretlandi heilsist þær, þrátt fyrir að þekkjast ekki neitt. 

En hvað er það sem gerir kjólinn svona vinsælan? Verðið er eflaust einn af þáttunum sem hefur áhrif en hann kostar aðeins 40 pund, eða tæpar 6 þúsund íslenskar krónur. Það er ekki ýkja mikið fyrir kjól sem er hægt að klæða upp og niður og passar við öll tækifæri. 

Kjóllinn hefur verið gríðarlega vinsæll hjá breskum konum í sumar.
Kjóllinn hefur verið gríðarlega vinsæll hjá breskum konum í sumar. skjáskot/Instagram

Hann er einnig úr þægilegu efni sem er hægt að klæðast í miklum hita án þess að kafna úr hita. Auðvelt er að þvo kjólinn og óþarfi er að strauja hann. Hann kemur í öllum stærðum og hægt er að borða stóra máltíð í honum vegna þess að hann er þægilega víður. 

The Guardian bendir einnig á það að kjóllinn er einnig vænlegur tískukostur fyrir konur sem kjósa að hylja líkama sinn trúar sinnar vegna. Hann er með löngum ermum og nær langt niður á miðja kálfa. Þá telja einhverjir hann vera einskonar andsvar gegn Kim Kardashian tískunni þar sem bert hold er fyrirferðarmikið. 

Líkt og allt sem verður vinsælt hefur kjóllinn einnig hlotið mikla gagnrýni og hann verið kallaður poki frá 8. áratugnumNew York Times fjallaði einnig um kjólinn og kallaði hann lýðræðislegt tískutákn. 

Umræðan í kringum kjólinn hefur einnig beinst að svokallaðri „fast fashion“ eða hrað-tísku. Hrað-tíska einkennir stórfyrirtæki á borð við Zara, sem framleiðir og selur ódýr föt og fylgihluti. Í grein The Guardian kemur fram að Zara gefur ekki upp í hvaða verksmiðjum þau framleiða fötin sín. 

Kjóllinn er kallaður lýðræðislegt tískutákn.
Kjóllinn er kallaður lýðræðislegt tískutákn. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál